MARKAÐSMANNESKJA ÁRSINS
Þú getur haft áhrif á val markaðsmanneskja ársins 2023
Innsendingum lauk 21. janúar
Markaðsmanneskja ársins 2023
Íslensku markaðsverðlaunin, markaðsmanneskja ársins, eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðastliðin 2 ár. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.
ÍMARK óskar eftir tilnefningum frá félagsmönnum og atvinnulífinu, innsendingarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 21. janúar 2024.
Dómnefnd markaðsmanneskju ársins skipa fagaðilar með fjölbreyttan bakgrunn. Öllu jafna inniheldur dómnefnd aðila frá rannsóknarfyrirtæki, nýsköpunarsamfélaginu, háskólasamfélaginu, atvinnulífinu, fulltrúa úr stjórn ÍMARK og eftir atvikum markaðsmanneskju frá fyrri árum.
Verðlaunin verða veitt markaðsmanneskju ársins á viðburði ÍMARK 6. febrúar næstkomandi.